1. nóv. 2016

Vill grenitréð þitt verða jólatré?

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsir eftir fallegum grenitrjám úr einkagörðum til að nota sem jólatré á opnum svæðum bæjarins.

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsir eftir fallegum grenitrjám úr einkagörðum til að nota sem jólatré á opnum svæðum bæjarins.

Starfsmenn bæjarins koma á staðinn, skoða tréð og fjarlægja það, lóðareigendum að kostnaðarlausu, ef það getur nýst sem jólatré.

Fyrirspurnum svarar:
Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar
sími: 820 8587
netfang: sigurdurhaf@gardabaer.is.

Einnig er hægt að hringja í skiptiborð þjónustumiðstöðvar í síma 525 8580.