8. sep. 2016

Umferðarlokanir - Elliðavatnsvegur og Arnarnesvegur 8. og 9. sept

Vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. september verða

Vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. september verða meðal annars lokanir á umferð á Elliðavatnsvegi (ljósblá lína á mynd hér fyrir neðan) frá kl. 16 (nema fyrir bíla með 4+ farþega) og á Arnarnesvegi (gul lína á mynd hér fyrir neðan) frá kl. 21.45 og frá gatnamótum Arnarnesvegar að Fífuhvammsvegi (rauð lína á mynd hér fyrir neðan) frá kl. 16.  Umferðarlokanir eru til að tryggja greiða umferð um svæðið fyrir og eftir tónleika.

Sjá einnig frétt á vef Kópavogsbæjar um umferðarlokanir.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fá upp stærra skjal (pdf)

Umferðarlokanir 8. og 9. september vegna tónleika í Kórnum