23. nóv. 2023

Skutlvasi á Bæjarbraut

Samhliða er unnið að nýjum göngustíg að Hofsstaðaskóla.

Framkvæmdir eru hafnar á svokölluðum skutlvasa á Bæjarbraut og samhliða er unnið að nýjum göngustíg að Hofsstaðaskóla. Þetta gerum við til að draga úr umferðarálagi við Skólabraut og bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.Verktíminn verður 4-6 vikur.