18. jan. 2023

Sundlaugar í kaldara lagi

Sundlaugar í Garðabæ verða í kaldara lagi fimmtudaginn 19. janúar og föstudaginn 20. janúar.

  • Sundlaugin á Álftanesi

Notkun á heitu vatni hefur því verið í hámarki yfir langan tíma. Því þurfa Veitur að skerða vatn til sumra stórnotenda á höfuðborgarsvæðinu á morgun, það er til allra sundlauga og baðlóna, en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar. 

Vegna þessa verða sundlaugar í Garðabæ (einkum heitir pottar)  í kaldara lagi fimmtudaginn 19. janúar og föstudaginn 20. janúar. Að ósk Veitna er verið að taka hita í öllum laugum niður, svo búast má við þeim kólnandi eftir því sem líður á fimmtudag og föstudagsmorgunn.

Þó stefnt sé á venjulega opnun munu pottar ekki halda hita við þessar aðstæður.