6. ágú. 2020

Tímabundin lokun á Suðurnesvegi

Miðvikudaginn 12. ágúst verður hluta Suðurnesvegar á Álftanesi lokað vegna framkvæmda við lagnavinnu á miðsvæði Álftaness. Áætlað er að lokunin standi í um 2 vikur. 

  • Suðurnesvegur - lokun
    Suðurnesvegur - lokun frá 12. ágúst í 2 vikur

Miðvikudaginn 12. ágúst verður hluta Suðurnesvegar á Álftanesi lokað vegna framkvæmda við lagnavinnu á miðsvæði Álftaness.  Áætlað er að lokunin standi í um 2 vikur.  Hjáleið verður um Norðurnesveg á meðan lokunin stendur yfir.  

Sjá lokun hér í pdf-skjali.

Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og fylgja merkingum á staðnum á meðan á framkvæmdunum stendur.