25. jún. 2020

Vatnsveita - lokað fyrir kalt vatn á Arnarnesi og í Túnum

Truflun á rennsli kalda vatnsins í Arnarnesi og Túnum frá kl. 14 í dag fimmtudag 25. júní. 

  • Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog
    Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

Vegna vinnu við stofnæð við nýtt hringtorg á Vífilsstaðavegi þarf Vatnsveita Garðabæjar að loka fyrir kalda vatnið fimmtudaginn 25. júní frá kl. 14:00 og fram eftir degi og getur það haft áhrif á rennsli kalda vatnsins í Arnarnesi og í Túnum. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda