12. maí 2023

Vegaframkvæmdir í Urriðaholti

Mánudaginn 15. maí og þriðjudaginn 16. maí nk. milli kl. 08:00 og 16:00 verður Urriðaholtsgata lokuð vegna vegaframkvæmda, hjáleið um Holtsveg.

  • Urriðaholt gatnaframkvæmdir 15-16. maí 2023

Mánudaginn 15. maí og þriðjudaginn 16. maí nk. milli kl. 08:00 og 16:00 verður unnið við viðgerðir og undirbúning malbikunar Urriðaholtsstrætis til austurs upp brekku inn í hverfið að Maríugötu.
Urriðaholtsgata verður lokuð frá ljósum við Holtsveg og hjáleið merkt um Holtsveg.  
Opið verður til vesturs út úr hverfinu, hleypt verður þvert yfir gatnamót eftir föngum.

Lokun er samkvæmt meðfylgjandi mynd.