Viltu hefja ferilinn í Garðabæ?

  • Hefur þú áhuga á að byggja upp næstu kynslóð Garðbæinga?
  • Viltu taka þátt í að halda utan um bókhaldið?
  • Langar þig að hlúa að umhverfinu?


Hjá Garðabæ starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og bærinn býður upp á fjölbreytt störf, t.d. sumarstörf, á hinum ýmsu sviðum.

Með stækkandi bæ er mikilvægt að uppbygging þjónustu og atvinnulífs haldist í hendur við gæði mannlífs og þar leika starfsmenn Garðabæjar lykilhlutverk.

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Fylgstu með: Garðabær býður háskólanemum að skrá sig á lista vegna lausra starfa hjá bæjarfélaginu.

Hver veit nema framtíðarstarfið þitt sé hjá Garðabæ?

Við kapp­kostum að skapa vinnuumhverfi þar sem allar hugmyndir fá að njóta sín og starfsfólk getur haft raunveruleg áhrif. Þannig gefum við fólkinu okkar tækifæri til að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.

Kynntu þér ólíkar leiðir til að hefja ferilinn eða verja sumrinu í sumarvinnu. 

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar hefur yfirumsjón með málefnum leik- og grunnskóla, menningarmálum, íþrótta- og tómstundamálum og forvarnarmálum. Undir sviðið heyra skólar bæjarins, menningarstofnanir og íþróttamiðstöðvar.

  • Í Garðabæ er unnið eftir markvissri menntastefnu sem nær til allra skóla bæjarins. Áhersla er lögð á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi nemenda sem felst m.a. í því að nemendur og foreldrar þeirra hafa fullt frelsi um val á skóla.
  • Í menningarstefnu Garðabæjar er m.a. lögð áhersla á að marka Garðabæ sérstöðu sem hönnunarbær og á menningu og listsköpun meðal barna og ungmenna.
  • Garðabær er heilsueflandi samfélag. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta og frístundastarfi og sveitarfélagið leggur áherslu á framsækið samstarf við frjáls félög og öflugar forvarnir. Góð aðstaða er til iðkunar íþrótta, líkams- og heilsuræktar í Garðabæ.

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.


Grunnskólar Garðabæjar

Í Garðabæ er lögð áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar valið um skóla fyrir börn sín. Grunnskólar Garðabæjar skapa sér sérstöðu í áherslum sínum til að koma sem best á móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. 

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Leikskólar Garðabæjar

Við leitum að fagfólki til að byggja upp næstu kynslóð í leikskólum Garðabæjar.

Í leikskólum Garðabæjar starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Starfið fer allt fram í öflugri og líflegri teymis­vinnu. Í bænum eru 17 fjölbreyttir leikskólar og um það bil 1400 leikskólabörn. Þar fer fram framsækið og metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börn og starfsfólk er í fyrirrúmi​

Áhersla er lögð á hug­mynda­auðgi og nýsköpun í skólastarfi, að efla og styðja við þroska barna og gefa þeim tækifæri til að blómstra. Starfsumhverfið er uppbyggilegt og vandað en Garðabær hefur innleitt ýmsar leiðir til að stuðla að faglegu starfi og hlúa vel að starfsfólki leikskólanna.

Sérstaða Garðabæjar í leikskólamálum:

  • Góður stuðningur við þróunarverkefni Garðabæ veitir 9 milljónum króna á ári til þróunarverkefna í leikskólum​
  • Hálft stöðugildi til viðbótar inni á hverri deild með yngstu börnunum ​

  • Leikskólar loka í Dymbilviku og fyrsta virkan dag ársins​

  • Á hverri deild er 25% stöðugildi fyrir snemmtæka íhlutun​

  • Allir leikskólar loka kl.16 á föstudögum. ​

  • Sveigjanleiki í sumarleyfi starfsmanna þar sem leikskólinn lokar ekki yfir sumartímann​

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Félagsmiðstöðvar í Garðabæ

Í félagsmiðstöðvum Garðabæjar fer fram fjölbreytt félagsstarf fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Markmið félagsmiðstöðvanna er að veita tækifæri til samveru og til þess að stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda.

Í félagsmiðstöðvum Garðabæjar fer fram fjölbreytt félagsstarf fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Markmið félagsmiðstöðvanna er að veita tækifæri til samveru og til þess að stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda.

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Frístundaheimili Garðabæjar

Í frístundaheimilum skólanna í Garðabæ gefst nemendum skólanna kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi og leiðbeinendum gefst tækifæri á að starfa í hlutastarfi, t.d. með annnarri vinnu eða skóla. 

Á frístundaheimilum dvelja börnin eftir að skóla lýkur við leiki og ýmis verkefni, en frístundaheimili eru starfrækt við alla grunnskóla Garðabæjar. 

Markmiðið er að 

  • Aðstoða og virkja nemendur í leik og starfi á frístundaheimili
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum 

Velferðarsvið Garðabæjar

Á velferðarsviði Garðabæjar er veitt margþætt þjónusta til einstaklinga og fjölskyldna ásamt því sem starfsfólk vinnur að framþróun þeirra málaflokka sem tilheyra sviðinu. Undir sviðið heyrir m.a. félagsþjónusta, jafnréttismál, barnavernd, farsæld barna, þjónusta við fatlað fólk, stuðnings- og öldrunarþjónusta og móttaka flóttafólks.

Á velferðarsviði starfar samhentur hópur fólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Meðal þeirra úrræða sem barnavernd styðst við í því markmiði að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu eru að ráða til sín einstaklinga sem sinna tilsjón, þ.e. sem aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag og þörfum barns.

Barnaverndarþjónusta ræður einnig til sín persónulega ráðgjafa sem veita barninu sjálfu ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega, svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmi trausti og vinsemd.

Bæði störf tilsjónaraðila og persónulegs ráðgjafa henta vel meðfram námi eða öðru starfi. Tilsjónaraðili eða persónulegur ráðgjafi ákveður, í samstarfi við velferðarsvið Garðabæjar, umfang starfsins.

Hafir þú áhuga á að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í fjölbreyttu, skemmtilegu og krefjandi starfi hvetjum við þig til að senda inn umsókn hér.

Deildarstjóri barnaverndar, Anna Eygló, veitir nánari upplýsingar í síma 525-8500 eða með tölvupósti: annaeyglo@gardabaer.is.

Stuðnings- og öldrunarþjónusta

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og efla viðkomandi til sjálfshjálpar og/eða að rjúfa félagslega einangrun.

Velferðarsvið leitar nú að fleiri einstaklingum til að sinna einstaklingsstuðningi við bæði börn og einstaklinga 18 ára og eldri.

Í einstaklingsstuðningi felst að rjúfa félagslega einangrun, hvetja til félagslegrar þátttöku, svo sem í félagsstarfi, efla lífsleikni, samfélagsþátttöku og efla viðkomandi til aukinnar sjálfshjálpar.

Starf við einstaklingsstuðning hentar vel meðfram námi eða öðru starfi. Stuðningsaðili ákveður, í samstarfi við velferðarsvið Garðabæjar, umfang starfsins.

Hafir þú áhuga á að styðja við félagslega þátttöku barna og/eða einstaklinga 18 ára og eldri í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi hvetjum við þig til að senda inn umsókn hér.

Ráðgjafi í stuðningsþjónustu, Gyða María Marvinsdóttir, veitir nánari upplýsingar í síma 525-8500 eða með tölvupósti: gydama@gardabaer.is

Félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál

Á velferðarsviði er einstaklingum og fjölskyldum veitt félagsleg ráðgjöf. Markmið hennar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Félagsleg ráðgjöf er að meginstefnu til á höndum þeirra félagsráðgjafa sem starfa á sviðinu.

Sveitarfélagið veitir þeim einstaklingum fjárhagsaðstoð sem ekki geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni og hefur til umráða félagslegt leiguhúsnæði sem ætlað er fjölskyldum og einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð til að sjá sér fyrir húsnæði. Sveitarfélagið veitir einnig sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Ráðgjöf vegna fjárhagsaðstoðar, húsnæðisstuðnings og húsnæðismála og vinnsla umsókna fer fram á velferðarsviði.

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Farsæld barna

Markmið með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er að veita börnum og fjölskyldum rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Farsældarþjónusta er veitt á þremur stigum. Þegar þörf er á markvissari stuðning en hægt er að veita á 1. stigi er barni úthlutaður málstjóri, sem heldur utan um þá þjónustu sem barninu er veitt á 2. og 3. stigi. Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við foreldra og barn. Málstjórar eru að jafnaði starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.

Störf í farsæld barna eru auglýst á heimasíðu Garðabæjar, hér á ráðningavef.

Þjónusta við fatlað fólk

Þjónusta við fatlað fólk er veitt á heimilum og utan þeirra og miðar að því að stuðla að jafnrétti og skapa skilyrði til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu.

Garðabær veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum, sértækt búsetuúrræði, hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, frístundarþjónustu, sumardvöl, NPA, notendasamninga, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og ferðaþjónustu.

Hafir þú áhuga á að styðja við félagslega þátttöku barna og/eða einstaklinga 18 ára og eldri í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi hvetjum við þig til að senda inn umsókn hér.

Ráðgjafi velferðarsviðs, Gyða María Marvinsdóttir, veitir nánari upplýsingar í síma 525-8500 eða með tölvupósti: gydama@gardabaer.is


Önnur störf í þjónustu við fatlað fólk eru auglýst á heimasíðu Garðabæjar, hér á ráðningavef.

Samræmd móttaka flóttafólks

Garðabær hefur undanfarin ár verið aðili að samningi við Félags- og húsnæðismálaráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks. Einstaklingar og fjölskyldur í samræmdri móttöku njóta alls þess stuðnings sem veittur er innan velferðarsviðs, svo sem félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, húsnæðisstuðnings, stuðningsþjónustu, stuðning við fatlað fólk, auk þess sem börn eiga rétt á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna. Ráðgjafar velferðarsviðs í samræmdri móttöku veita svo notendum einnig umfangsmeiri þjónustu og ráðgjöf, stöðu þeirra vegna.

Störf í samræmdri móttöku eru auglýst á heimasíðu Garðabæjar, hér á ráðningavef

Umhverfissvið Garðabæjar

Á umhverfissviði Garðabæjar er haldið utan um nýfram­kvæmdir og viðhalds­verk­efni á vegum sveit­ar­­lagsins, rekstur og viðhald veitu­kerfa, umhverfis- og hrein­læt­ismál og umsjón með fast­eignum. Við leitumst við að veita góða og jákvæða þjónustu til bæjarbúa. 

Á umhverfissviði starfa 35 starfsmenn. Sviðið skiptist í eftirfarandi starfssvið; embætti byggingarfulltrúa, embætti skipulagsstjóra, eignasjóður, garðyrjudeild, Vatnsveita Garðabæjar, þjónustumiðstöð og almenna skrifstofu.

Þjónustumiðstöð Garðabæjar

Í Þjónustumiðstöð Garðabæjar eru 4 deildir með um 20 starfsmönnum sem allar hafa það að markmiði að hafa Garðabæ snyrtilegan. Vinnutími er frá klukkan 07:20 til 16:40 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er unnið frá klukkan 07:20 til 14:10.

Kynntu þér fjölbreytt störf hér á ráðningavef.

Þjónusta og þróun

Svið þjónustu og þróunar heldur utan um þjónustuver Garðabæjar og vinnur að því að vera stöðugt að bæta þjónustu bæjarins til íbúa og viðskiptavina. Sviðið heldur utan um upplýsingatækni mál Garðabæjar, stafræna þróun og samskiptamál. 

Þjónustuver Garðabæjar

Í þjónustuveri Garðabæjar er tekið á móti íbúum og viðskiptavinum bæjarins. Þjónustuverið er í raun andlit bæjarins og oft fyrsti viðkomustaður nýrra íbúa í bænum. Kynntu þér sumarstarf í þjónustuveri Garðabæjar hér á ráðningarvefnum okkar.