Garðahraun - Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit

21. mar. 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Garðahraun - Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Garðahraun - Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit

Eftirlitsverkið felst í því að hafa eftirlit fyrir Garðabæ, HS Veitur, Veitur, Ljósleiðarann og Mílu með útboðsverkinu: Garðahraun - Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir.

Í útboðsverkinu er um að ræða uppbyggingu núverandi gatna, nýbyggingu gatna, bílastæða og stíga, ásamt yfirborðsfrágangi vegna núverandi og nýrrar íbúðabyggðar sunnan Garðahraunsvegar. Útboðsverkið innifelur einnig alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.

Gerðar eru kröfur um að eftirlitsaðili hafi góða þekkingu og reynslu af sambærilegum verkum.

Eftirlitsaðili skal annast alla nauðsynlegar mælingar og mæla inn lagnir veitufyrirtækja.

Útboðsverkinu skal að fullu lokið 1. október 2022 og vinnu eftirlitsaðili skal lokið eigi síðar en 30. nóvember.

Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is

Tilboð verða opnuð með rafrænum hætti hjá Hnit verkfræðistofu, Háaleitisbraut 58-60, miðvikudaginn 30. mars 2022 kl. 10:00.

Útboðsgögn