Götusalt fyrir Garðabæ 2022-2025

14. okt. 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í útvegun, birgðahald og afgreiðslu á nýju og ónotuðu salti (NaCl) til hálkuvarna eða pækilgerðar ásamt þjónustu við afhendingu og birgðahald á árunum 2022-2025. Um er að ræða EES útboð.

Helstu magntölur:

  • Salt afhent/afgreitt á dreifibíla 4.500 tonn

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef Mannvits: https://mannvit.ajoursystem.net/ frá kl. 16:00 þann 14. október 2022.

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvefinn fyrir kl. 10:00 þann 15. nóvember 2022.

Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.