Sorphirða hjá stofnunum Garðabæjar 2025-2029

05. maí 2025

Garðabær óskar eftir tilboðum í sorphirðu fyrir ýmsar stofnanir bæjarins.

Garðabær óskar eftir tilboðum í sorphirðu fyrir ýmsar stofnanir bæjarins. Verkefnið felur í sér reglubundna losun flokkunaríláta og flutning úrgangs á viðurkennda móttöku- og úrvinnslustaði.

Verktaki ber ábyrgð á úrvinnslu sorpsins og tekur á sig allan kostnað eða nýtur hugsanlegra tekna vegna móttöku og úrvinnslu þ.m.t. vegna mögulegra úrvinnslugjalda. 

Samningstími er 4 ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja hann tvisvar sinnum um eitt ár ef báðir aðilar óska þess. Þannig getur hámarkssamningstími orðið sex ár frá undirritun samnings.

Útboðsgögnin eru aðgengileg á vefslóð útboðsins: Útboðsgátt

Útboðsgögn afhent: 10.04.2025 klukkan 09:00
Skilafrestur: 15.05.2025 klukkan 11:00
Opnun tilboða: 15.05.2025 klukkan 11:00