Þrír vellir – endurnýjun og nýtt gervigras
Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun gervigrass og fullnaðarfrágang á þremur völlum á svæði Stjörnunnar við Ásgarð þ.e. Samgsungvallar, Stekkjaflatavallar og nýs Flataskólavallar.
Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun gervigrass og fullnaðarfrágang á þremur völlum á svæði Stjörnunnar við Ásgarð þ.e. Samgsungvallar, Stekkjaflatavallar og nýs Flataskólavallar.
Verkið felst í rifi og förgun hjá viðurkenndum förgunaraðila á núverandi gervigrasi á Samsung- og Stekkjaflatavelli ásamt útvegun gervigrass og niðurlögn á völlunum þremur með tilheyrandi frágangi.
Helstu þættir verksins eru:
- Upprif, flutningur og förgun á núverandi yfirborði alls um 15.298 m2
- Samsungvöllur 76x113 m
- Stekkjaflatavöllur 61x110 m
- Nýtt gervigrasyfirborð alls um 24.114 m2
- Samsungvöllur 76x113 m
- Stekkjaflatavöllur 61x110 m
- Flataskólavöllur 76x116 m
Skiladagar verksins eru eftirfarandi:
Samsungvöllur: 30. apríl 2026
Aðrir vellir skv. nánara samkomulagi.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni vso.ajoursystem.net/ frá og með fimmtudeginum 4. desember 2025.
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en fimmtudaginn 18. desember 2025 kl. 14.00.
