Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ og Garðabæ 2024-2029

12. mar. 2024

Mosfellsbær og Garðabær óska eftir tilboðum í hirðu úrgangs.

Um er að ræða alla hirðu frá heimilum innan Mosfellsbæjar og Garðabæjar.

Útboði er skipt upp í þrjá (3) hluta. Bjóða má í einn, tvo eða allra þrjá útboðshlutana.

Verkefnið felst í hirðu fjögurra (4) úrgangsflokka frá heimilum og flutningi til móttökustöðva sem skipt er í eftirfarandi útboðshluta.

Útboðshluti 1 - Blandaður úrgangur og matarleifar (lífúrgangur). Úrgangur skal fluttur til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi eða nærliggjandi söfnunarstöð.

Útboðshluti 2 - Pappír/pappi og plast. Endurvinnsluefnin skal flytja til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi eða nærliggjandi söfnunarstöð.

Útboðshluti 3 - Djúpgámar. Fyrir fjórar gerðir úrgangs; plast, pappír/pappa, blandaðan úrgang og matarleifar (lífúrgang). Seljandi flytur blandaðan úrgang og matarleifar (lífúrgang) til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi og pappír/pappa og plast til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi. Gera má ráð fyrir fjölgun djúpgáma á samningstíma.

Fjölda íláta og samningstími eru eftirfarandi :

 

  • Útboðshluti 1 – Fjöldi íláta um 8200 stk
  • Útboðshluti 2 – Fjöldi íláta um 13200 stk
  • Útboðshluti 3 – Fjöldi djúpgáma um 52stk

 

Samningstími:

Rekstur samnings hefst 1.júlí 2024

Útboðshluti 1 og 2: Um er að ræða samning til 5 ára, með framlengingarákvæði um 1 ár, þrisvar sinnum. Mesta lengd samningstíma er því 8 ár með öllum framlengingarákvæðum.

Útboðshluti 3: Um er að ræða samning til 2 ára með framlengingarákvæði um 1 ár, tvisvar sinnum. Mesta lengd samningstíma er því 4 ár með öllum framleningarákvæðum.

Hægt er að nálgast útboðsgögn á útboðsvef https://vso.ajoursystem.net/ og skal tilboðum skilað á sama stað eigi 11.apríl 2024 klukkan 14:00