Útboð: Álftanes, Breiðamýri, gatnagerð og lagnir

14. feb. 2020

Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Gagnaveita Reykjavíkur ehf (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Álftanes, miðsvæði – svæði 1 – Breiðamýri, gatnagerð og lagnir.

Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Gagnaveita Reykjavíkur ehf (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Álftanes, miðsvæði – svæði 1 – Breiðamýri, gatnagerð og lagnir.
Verkið felst í nýbyggingu gatna, bílastæðis, stíga og gangstétta, lagningu fráveitukerfis og mótun ofanvatnsrásar. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.

Helstu magntölur eru:
Gröftur........................................12.000m3
Gröftur fyrir veitustofnum............9.000m3
Fylling og burðarlög................... 15.000m3
Losun á klöpp í skurðum ........... 400m3
Fráveitulagnir.............................. 2.200m
Vatns- og hitaveitulagnir.............. 1.600m
Strenglagnir................................ 1.100m
Malbikun...................................... 3.200m2

Verkinu skal lokið fyrir 15. ágúst 2020.

Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá og með þriðjudeginum 18. febrúar.
Tilboð verða opnuð á hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, þriðjudaginn 10. mars 2020, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

Útboðsgögn