Útboð: Flataskóli - endurgerð austurlóðar

27. jún. 2019

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Flataskóli endurgerð austurlóðar 1. áfangi.

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Flataskóli endurgerð austurlóðar 1. áfangi.
Um er að ræða endurgerð á um það bil 2.200m2. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun og yfirborðsfrágangur.

Helstu magntölur eru:
Jarðvegsfyllingar: 600 m3
Landmótun, tilflutningur á jarðvegi innan lóðar: 500 m3
Malbikun: 800 m2
Hellulögn: 600 m2

Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, fyrir kl 14:00 miðvikudaginn 17. júlí 2019 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Verkinu skal skila fullbúnu til verkkaupa þann 1. október 2019.
Útboðsgögn má nálgast hér fyrir neðan. 

Útboðsgögn