Útboð: Frístundaakstur í Garðabæ 2022-2026

02. maí 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í reglubundinn akstur fyrir börn á milli skóla og frístundastarfs á skóladögum á tímabilinu 14:15 til 17:10.

Á líðandi skólaári voru akstursleiðirnar þrjár en þeim getur fjölgað á milli ára. Miðað er við að gera samning til fjögurra ára.
Útboðsgögn er hægt að nálgast hér fyrir neðan á vef Garðabæjar. 

Tilboð skal afhenda í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7,  fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 8. júní 2022.
Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar

Útboðsgögn