Útboð - Göngustígur og stoðveggir við Hlíðarbyggð

29. sep. 2018

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið ,,Göngustígur og stoðveggir við Hlíðarbyggð”

Útboð
Garðabær – Göngustígur og stoðveggir við Hlíðarbyggð

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið ,,Göngustígur og stoðveggir við Hlíðarbyggð”
Verkið felst í að endurgera göngustíg og stoðveggi á milli Hlíðarbyggðar og Bæjarbrautar, reisingu ljósastólpa ásamt útlagningu rafstrengja og drenlagna.

Helstu magntölur eru:
Staðsteyptir veggir og undirstöður: 97 m3
Malbikaður göngustígur: 220 m2
Holræsalagnir: 150 m
Ljósastólpar: 3 stk.

Lokaskiladagur verksins er 21. desember 2018.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar.
Tilboð skulu hafa borist á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, eigi síðar en fimmtudaginn 11. október 2018 kl. 11:30, þar sem þau verða opnuð.

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar


ATH. Eitthvað hefur borið á því á útboðsgögnin hlaðist ekki niður. Vinsamlegast sendið tölvupóst á gardabaer@gardaber.is í þeim tilvikum til að fá aðstoð.

Útboðsgögn