Útboð: Íþróttagólf endurnýjað í íþróttamiðstöðinni Mýrinni

25. jan. 2023

Garðabær, Garðatorgi 7, 210 Garðabær, Kt: 570169-6109, auglýsir eftir tilboðum í verkið : Flatarfjaðrandi íþróttagólf endurnýjað

Verkið felst í að rífa núverandi íþróttagólf, innkaupum og lagningu á nýju íþróttagólfi með tilheyrandi búnaði með fullnaðarfrágangi fyrir íþróttamiðstöðinna Mýrina í Garðabæ.

Útboðið er almennt opið útboð.

Verktími á verkstað er 1. júní – 10. ágúst 2023

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem eru rafræn og verða aðgengileg á www.utbodsgatt.is/gardabaer/nytt-ithrottagolf-i-myrinni-2023 , miðvikudaginn 25. janúar 2023.

Tilboðum skal skila rafrænt undir vefslóð útboðsins eða til Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eigi síðar en 7. mars 2023, kl. 14:00, þar sem tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Garðabær