Útboð: Reglubundið eftirlit og viðhald loftræsikerfa 2020-2022

06. mar. 2020

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Reglubundið eftirlit og viðhald loftræsikerfa 2020-2022.

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Reglubundið eftirlit og viðhald loftræsikerfa 2020-2022. Verkið felst í reglubundnu viðhaldi loftræsikerfa í mannvirkjum Garðabæjar sem og viðhaldsþjónustu við sömu mannvirki. Samningslok eru að sumri 2022.

Helstu magntölur eru:
• Loftmagn í öllum loftræsikerfum, ~170.000 L/s.
• Ristar, ventlar og dreifarar, ~2.200 stk.
• Varmaendurvinnslur í samstæðum, 37 stk.
• Loftsíukassar, 93 stk.
• Hitafletir, 96 stk.
• Samstæðu-, þak- og vegg- blásarar, 198 stk.
• Mannvirki/mannvirkjahlutar í þjónustu, 24 stk.

Tilboðið skal gert á grundvelli útboðsgagna frá Strendingi verkfræðiþjónustu dags. í mars 2020. Útboðsgögnin verða einungis aðgengileg á rafrænu formi á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá þriðjudeginum 10. mars 2020.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Strendings ehf., Fjarðargötu 13-15, 3.h., 220 Hafnarfjörður, fimmtudaginn 2. apríl 2020, kl. 14.00.

Umhverfis- og tæknisvið Garðabæjar

Útboðsgögn