Útboð -Þorraholt -Gatnagerð og lagnir

28. nóv. 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Þorraholt -Gatnagerð og lagnir.

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Þorraholt -Gatnagerð og lagnir

 

Verkið felst í nýbyggingu gatna fyrir nýtt íbúða- og verslunarhverfi í Þorraholti í Garðabæ.

Verkið nær til allrar jarðvinnu fyrir götur, gangstéttar, bílastæði, fráveitur og frárennsliskerfi. Einnig felur það í sér alla vinnu, bæði jarðvinnu og lagnir, við heitt og kalt vatn, fjarskipta- og rafmagnslagnir ásamt götulýsingu

Verkinu skal lokið fyrir 1.október 2023.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur 21.900 m3
  • Klapparskering 1.800 m3
  • Fylling og burðarlög 19.600 m3
  • Fráveitulagnir 1.675 m
  • Hitaveitulagnir 1.715 m
  • Vatnslagnir 650 m
  • Strenglagnir – rafstrengir 2.800 m
  • Ljósastólpar 37 stk.
  • Gröftur lögnum og tjörn 9.480 m3
  • Losun á klöpp í skurðum 1.500 m3
  • Malbikun 1.735 m2
  • Þökulögn 7.200 m2

Útboðsgögn er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar, mánudaginn 28. nóvember 2022.

Tilboð verða opnuð með rafrænum hætti á hjá Eflu hf, Lynghálsi 4, þriðjudaginn 13. desember klukkan 14.00.

Útboðsgögn