Vátryggingaútboð Garðabæjar

11. mar. 2020

Garðabær óskar eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2021 – 2023. 

Garðabær óskar eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2021 – 2023.
Um er að ræða eftirfarandi tryggingar:

Lög- og samningsbundnar tryggingar:
Brunatrygging fasteigna.
Ábyrgðartrygging ökutækja.
Slysatrygging launþega.

Aðrar tryggingar:
Húseigendatryggingar.
Lausafjártryggingar.
Húftrygging vinnuvéla
Kaskótrygging ökutækja
Ábyrgðartrygging atvinnureksturs.
Slysatryggingar barna til 18 ára aldurs í skóla- og tómstundastarfi.
Slysatryggingar
Hópslysatryggingar

Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 12.03.20 kl. 08:00.
Tilboðum skal skila í ráðhús Garðabæjar, Garðatorgi 7 fyrir kl. 13:30, miðvikudaginn 22.04.20 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

Heimilt er að skila tilboðum með tölvupósti á opnunarstað tilboða, ef þau berast áður en skilafrestur tilboða rennur út enda hafi öll gögn, sem fylgja eiga tilboði, verið póstlögð með ábyrgðarsendingu a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram.