Loftgæði

Íbúar Garðabæjar geta nálgast mikilvægar upplýsingar um loftgæðin í sínu nærumhverfi á vef bæjarins.

Garðabær festi kaup á loftgæðamæli á haustmánuðum 2023 og eru niðurstöður mælinga aðgengilegar á vef bæjarins. Um færanlegan mæli er að ræða og hefur hann verið staðsettur á Garðaholti hingað til og verður þar áfram um sinn. Í loftgæðastöðinni eru fullkomnir símælandi ryk- og brennisteinsmælar auk veðurstöðvar og eru mælingar skráðar á tíu mínútna fresti.

Staðsetning loftgæðamælisins er valin í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið sem fylgist með mæliniðurstöðum og gefur út tilkynningar ef þurfa þykir.

Mælingarnar eru aðgengilega á vef Garðabæjar og einnig á vefnum www.loftgaedi.is

Sjá nánar á korti .

Viðmiðunarmörk fyrir hverja klukkustund eru eftirfarandi:

Viðmiðunarmörk

Skýringar á hvað hver litur táknar:

Litakóði