Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Deiliskipulag Ása og Grunda, breyting á Lyngás og Stórás.

14.10.2019

Deiliskipulagsbreyting.

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 15.08.2019 eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar. 

Gildistaka: Tillagan hefur öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.10.2019,
nr. 889/2019. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.

  1. Deiliskipulag Ása og Grunda, breyting á Lyngás og Stórás.
    Deiliskipulagsbreytingin afmarkast af Lyngási til norðurs, Ásabraut til vesturs og suðurs og Stórási til austurs. Fyrir er á svæðinu athafna- og atvinnuhúsabyggð sem við breytinguna breytist í blandaða byggð með íbúðum og atvinnuhúsnæði. Breytingin er sett fram í nýju deiliskipulagi sem nær til svæðisins og með gildistöku þess er felld út öll ákvæði sem gildandi deiliskipulag Ása og Grunda gerir ráð fyrir á viðkomandi svæði og sem koma fram í skilmálum og á uppdrætti.
    - Greinargerð
    - Deiliskipulagsuppráttur
    - Skýringaruppdráttur