Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Deiliskipulag Lundahverfis

7.5.2020

Deiliskipulag

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 20. febrúar 2020 deiliskipulag Lundahverfis. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar.

Gildistaka: Tillagan hefur öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. maí 2020 nr. 418/2020. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst. Með gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda fellur úr gildi deiliskipulag púttvallar við Vífilsstaðaveg.

Deiliskipulag Lundahverfis nær yfir Lundahverfi í Garðabæ, sem byggðist að mestu upp á árunum 1967 til 1975. Á svæðinu eru 218 íbúðir, að mestu einbýlis- og raðhús. Innan svæðisins er einnig leikskólinn Lundaból, tvö leiksvæði og púttvöllur. Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir stækkuðum byggingarreit við raðhús í Reynilundi 11-17 fyrir viðbyggingar. Við gildistöku þessa nýja deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag púttvallar við Vífilsstaðaveg sem er nú innan deiliskipulagssvæðis Lundahverfis.