Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Garðahraun efra, fólkvangur

19.5.2020

Nýtt deiliskipulag

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 19.03.2020 deiliskipulag Garðahrauns efra, fólkvangur. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar.

Gildistaka: Tillagan hefur öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 15.05.2020. nr. 447/2020 Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst. 

Deiliskipulag Garðahrauns efra, fólkvangur

Markið deiliskipulagsins eru þau sömu og markmið friðlýsingarinnar; að byggja upp svæðið sem útivistarsvæði í þéttbýli þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar eru verndaðar. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýrri upplýstri göngu- og hjólaleið í gegnum svæðið og stikaðar leiðir. Fyrirhugaðir eru áningarstaðir og fræðsluskilti.