Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Deiliskipulag Ása og Grunda, breyting á Njarðargrund og Ægisgrund

7.5.2020

Deiliskipulagsbreyting

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 20.02.2020 deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Gildistaka: Tillagan hefur öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. maí 2020 nr. 418/2020.

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir skólalóð við Njarðargrund sem liggur að Hraunholtslæk. Þar má reisa allt að 1.600 m2 skólabyggingu á tveimur hæðum. Lögun og stærðir óbyggðra einbýlishúsalóða við Ægisgrund breytast. Tillagan hlaut ferli samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem náði til sama svæðis og hefur nú verið staðfest.