Urriðaholtsstræti 1-7 – Urriðaholt norður 4 áfangi -
deiliskipulagsbreyting
31.7.2025
Þann 24. júní 2025 samþykkti bæjarráð Garðabæjar, skv.
heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, tillögu að breytingu á
deiliskipulagi Urriðaholt norður 4 áfangi, Urriðaholtsstræti 1-7 í samræmi við
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan
var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar frá fundi 19. júní 2025.
Samþykkt: Þann 24. Júní 2025 samþykkti bæjarráð
Garðabæjar, skv. heimild í 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011,
tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholt norður 4 áfangi,
Urriðaholtsstræti 1-7 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt að tillögu
skipulagsnefndar frá fundi 19. júní 2025.
Gildistaka: Tillagan hefur öðlast gildi og var
auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. Júlí 2025 nr. 854/20225. Í Samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarráðs hér með kynnt.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra
til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært
stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem
kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild
Stjórnartíðinda.
Í samræmi við 2. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.