Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Uppland Garðabæjar. Breyting

26.10.2020

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í upplandi Garðabæjar. Skipulagslýsing.

Þann 15.10.2020 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að tillögu skipulagsnefndar skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til upplands Garðabæjar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga er lýsingin lögð fram til
kynningar.

Tillagan nær til upplands sveitarfélagsins, þ.e. landsvæðis innan sveitarfélagsins utan þéttbýlismarka. Tillagan tekur á endurskoðun stíga og reiðvega í upplandi Garðabæjar sem kallar á breytingu á aðalskipulagi auk þess sem fyrirhuguð er friðlýsing á Urriðakotshrauni og deiliskipulagsgerð fyrir golfvöll og útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Tillagan nær til landnotkunarflokka innan fyrirhugaðs deiliskipulagssvæðis Urriðavatnsdala sem eru íþróttasvæði (5.17 ÍÞ), opið svæði (5.24 OP) og hverfisverndarsvæði (5.20) Gert er ráð fyrir að mörk þeirra breytist sem og skipulagsákvæði þeirra.

Matslýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum er auglýst samhliða.

Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 27. október 2020
til og með 9. nóvember 2020. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út mánudaginn 9. nóvember 2020. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.