Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting.

Norðurnes á Álftanesi. Skipulagslýsing

4.11.2019

Norðurnes á Álftanesi. Skipulagslýsing

TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI GARÐABÆJAR 2016-2030.
NORÐURNES Á ÁLFTANESI. SKIPULAGSLÝSING.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Breytingin nær til Norðurness á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin gerir m.a. grein fyrir skipulagskostum, helstu forsendum og stefnu. Breytingin felur
m.a. í sér stækkun íþróttasvæðis undir golfvöll, breytingu á mörkum hverfisverndarsvæðis Bessastaðatjarnar, breytt ákvæði um íbúðarsvæði og niðurfellingu á hesthúsasvæði og aðstöðu til siglinga. Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Norðurnes og verður það unnið og kynnt samhliða aðalskipulagsbreytingu. 

Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 4. nóvember 2019
til og með 25. nóvember 2019. Einnig er hún aðgengileg hér á vef Garðabæjar.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út mánudaginn 25. nóvember 2019. 

Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera
skriflegar og undirritaðar.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri