Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Arnarland

7.2.2022

Skipulagslýsing. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulag Arnarlands (Arnarnesháls)

Skipulagslýsing vegna tillagna að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulags Arnarlands (Arnarnesháls).


Þann 3. febrúar 2022 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland), og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar
verði breytt í miðsvæði (M). Á svæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. 

Í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga 123/2010 er skipulagslýsing lögð fram til kynningar á vef
Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar. Frestur til að skila inn ábendingum er til og með 8. mars 2022. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is