Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Brekkuás búsetukjarni.

Skipulagslýsing

11.11.2020

Skipulagslýsing

Þann 5.11.2020 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar, Brekkuás búsetukjarni. 

Tillagan gerir ráð fyrir því að reitur fyrir samfélagsþjónustu 2.06 S sameinist reit fyrir íbúðarbyggð 2.04 Íb. Í stað leikskóla er áformað að byggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk á svæðinu. 

Fallið verður frá gerð lýsingar vegna deiliskipulagsbreytingar. Tillagan verður auglýst samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfi). 

Með vísan í 30. gr. skipulagslaga eru skipulagslýsingin lögð fram til kynningar á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 2. desember 2020. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is