Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030- Rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Hnoðraholts norður

7.6.2024

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 6.6.2024 var samþykkt að vísa tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036 – Rammahluti Vífilsstaðalands sem nær til uppbyggingarsvæða í Hnoðraholti og Vetrarmýri til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin nær til fjölda íbúðaeininga á svæðinu.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 6.6.2024 var samþykkt að vísa tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036 – Rammahluti Vífilsstaðalands sem nær til uppbyggingarsvæða í Hnoðraholti og Vetrarmýri til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin nær til fjölda íbúðaeininga á svæðinu.

Tillagan gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða í Hnoðraholti norður hækki úr 470-520 í 500-600 en fjöldi íbúða í Hnoðraholti suður lækki úr 700-750 í 600-700. Á miðsvæði í Vetrarmýri fjölgi úr 600-800 íbúðum í 700-900 íbúðir. Á Vífilstöðum vestur verði gert ráð fyrir 100-200 íbúðum í stað 100.
Breytingar koma fram í greinargerð Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, rammahluta Vífilsstaðalands.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 18. júní 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www. skipulagsgatt.is