Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Deiliskipulag Silfurtúns. Forkynning
Deiliskipulagsbreyting. Forkynning
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur vísað tillögu að breytingu á deiliskipulagi Silfurtúns til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulag Silfurtúns nær til lóða við Hörgatún(oddatölur), Goðatún, Faxatún og Aratún. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,3 í 0,35 og í 0,45 þar sem kjallarar eru mögulegir.
Gögn vegna forkynningar eru aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar til og með 12.01.2022 á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.