Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Dælustöð fráveitu - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Deildar og Landakots.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu að deiliskipulagi Deildar-og Landakots í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. gr. 43. sömu laga.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu að deiliskipulagi Deildar-og Landakots í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. gr. 43. sömu laga.
Gert er ráð fyrir 785 m2 lóð sem staðsett verður við göngstíginn með fram sjóvarnargarði á móts við Hólmatún 46-50. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 gerir ráð fyrir staðsetningu dælustöðvar á þessum stað.
Innan byggingarreits er heimilt að reisa dælistöð fyrir skólp með þeim tækjabúnaði sem stöðin krefst í samræmi við reglugerð um fráveitu og skólp nr. 789/1999. Til bráðarbirgðar verði heimilt að reisa mannvirki, s.s. gám fyrir grófhreinsun á skólpi sem í dag rennur óhreinsað út í sjó við Hrakhólma.
Heildarbyggingarmagn lóðar er allt að 100 m2 að grunnfleti og hámarkshæð fyrir bráðabirgðar mannvirki er allt að 3 m.(22 feta gámur).
Til frambúðar er gert ráð fyrir niðurgrafinni dælustöð, allt að 1 m að hæð þaðan sem skólpi verður dælt til varanlegrar hreinsistöðvar sem verður á öðrum stað.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 15.júlí 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www. skipulagsgatt.is (Mál: 669/2024) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.