Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Gálgahraun og Garðahraun neðra
Tillaga að deiliskipulagi friðlands og fólkvangs. Forkynning og íbúafundur
Skipulagsnefnd Garðabæjar auglýsir hér með forkynningu á eftirfarandi eftirfarandi deiliskipulasáætlunum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gálgahraun og Garðahraun neðra. Tillaga að deiliskipulagi friðlands og fólkvangs.
Glærukynning frá kynningarfundi 9. maí sl.
Tillagan nær til friðaðs svæðis í Gálgahrauni og Garðahrauni norðan og austan Álftanesvega að Hraunholtsbraut. Gert verður ráð fyrir göngu og hjólreiðastígum.
Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri.
Almennur kynningarfundur vegna ofangreindra tillagna verður haldinn í Flataskóla mánudaginn 6. maí og hefst hann klukkan 17:00.
Ábendingum vegna tillagnanna skal skila í þjónustuver eða senda þær með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir 9. maí 2019.
Að lokinni forkynningu verður unnið úr ábendingum en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.
Í kjölfar úrvinnslu verður tillögum vísað til endanlegrar auglýsingar. Þá verður gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og þeim verður svarað með formlegum hætti.