Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Gálgahraun og Garðahraun neðra, friðland og fólkvangur

Skipulagslýsing

16.4.2019

Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsáætlunar fyrir Gálgahraun og Garðahraun neðra, friðland og fólkvangur, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að það verði í samræmi við friðlýsingarskilmála sem í gildi eru fyrir svæðið.

Lýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 16. apríl til og með 28. apríl 2019. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar. 

Skila skal inn ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út sunnudaginn 28. apríl 2019.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri