Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030- Rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Hnoðraholts norður

26.4.2024

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 18.04.2024 var samþykkt skipulagslýsing fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036 – Rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Hnoðraholts norður.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 18.04.2024 var samþykkt skipulagslýsing fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036 – Rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Hnoðraholts norður.

Breytingin nær til fjölda íbúðaeininga á svæðinu.

Breyting á Rammahluta Vífilsstaðalands (Hnoðraholt/Vetrarmýri/Vífilsstaðir) gerir ráð fyrir því að fjölga íbúðum innan svæðisins í allt að 2.700 íbúðir í stað 2.470.

Breyting á deiliskipulag Hnoðraholt norður gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða geti orðið allt að 600 í stað 520. Breytingin tekur áfram mið af gildandi svæðisskipulagi og landsskipulagsstefnu, s.s. um sjálfbæra þróun og hagkvæman vöxt höfuðborgarsvæðisins og er í samræmi við gildandi aðalskipulag (Rammahluta Vífilsstaðalands).

Í skipulagstillögunum verður fjallað um áhrif breytinganna á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 10. maí 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www. skipulagsgatt.is (mál: 495/2024).