Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Hestamannfélagið Sóti á Álftanesi – Deiliskipulag

10.3.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér tillögu að deiliskipulagi fyrir félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér tillögu að deiliskipulagi fyrir félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Tillagan er auglýst að nýju þar sem formleg staðfesting á samþykkt bæjarstjórnar á skipulagi svæðisins var ekki birt innan lögákveðins frests samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 24. apríl 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.