Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Hleinar að Langeyrarmölum - Deiliskipulagsbreyting

31.1.2025

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Helstu breytingar eru eftirfarandi: 

 

  • Stækkun lóðar úr 25.980 m² í 33.408 m² vegna áður samþykktra breytinga á sveitarfélagsmörkum. 
  • Breyting byggingarmagns; ný álma hjúkrunarheimilis með 118-125 hjúkrunarrýmum (byggingarreitur A) og þrjú fjölbýlishús ásamt einni tengibyggingu/þjónustubyggingu (byggingarreitir B, C og D) á lóðinni sem falla vel að umhverfinu og efla starfsemi Hrafnistu. Heimilt byggingarmagn fer úr 22.586 m² í 52.086 m² (þar af er byggingarmagn nýbygginga 29.500 m2/). 
  • Leyfilegur fjöldi nýrra íbúða verður 118 leiguíbúðir fyrir aldraða í mismunandi stærðum ásamt stækkun á núverandi bílakjallara og öðrum nýjum í tengslum við íbúðir á reit C og D 
  • Nýtingarhlutfall fer úr 0,9 í 1,5. 
  • Tilfærsla á spennistöð. 
  • Eina breytingin sem verður innan Garðabæjar er tilfærsla á vegtengingu frá Hrafnistu að Boðahlein og Naustahlein til vesturs.

 

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16 í húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 7. Þar munu skipulagshöfundar kynna áherslur og umfang deiliskipulagsins

 

 

 

 

Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 80/2025).

 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 17. mars 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is.