Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4 - Deiliskipulagsbreyting

19.4.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður – Þorraholt 2-4 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. gr. 43. sömu laga.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingu deiliskipulags Hnoðraholts-norður sem nær til lóðanna Þorraholt 2 og Þorraholt 4 auk dælu- og spennustöðvarlóða.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

- Lóðirnar Þorraholt 2 og Þorraholt 4 sameinast í eina lóð. Byggingarreitir verða áfram tveir.

- Byggingarreitur sem gerir ráð fyrir einni hæð, sem er að hálfu ofanjarðar og tveimur hæðum neðanjarðar fyrir bílageymslur kemur austan við byggingarreit húss nr. 2. Byggingin verður niðurgrafin að þeirri hlið sem snýr að Vetrarbraut.

- Ákvæði sett um að byggingar skuli falla sem best að því landi sem fyrir er.

- Gert verður ráð fyrir 150 stæðum ofanjarðar og allt að 500 stæðum í bílageymslu.

- Ákvæði verður um að lýsing skilta sem snúa að íbúðarbyggð í Þorraholti verði stillt í hóf.

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 2.júní 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.