Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Keldugata 2-20.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts

22.1.2019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts sem nær til lóðanna Keldugata 2-20 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Tillagan gerir ráð fyrir að ein fjölbýlishúsalóð verði lögð af. Íbúðum í götunni fjölgar alls um 3. 

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is , og í þjónustuveri frá 22. janúar til 5. mars. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 5. mars 2019 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 2010. Garðabæ