Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Móar, (Kjarrmóar, Lyngmóar, Hrísmóar), forkynning
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Móa til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og halda almennan kynningarfund.
Bæjarstjórn
Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Móa
til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og halda almennan kynningarfund.
Hægt verður að koma ábendingum vegna tillögunnar á framfæri við umhverfissvið Garðabæjar til 5. apríl 2023. Sjá nánar hér að neðan.
Kynningarfundur verður haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi 7, þann 9. mars 2023, kl. 17:00-18:30.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 5. apríl 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.