Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Samgöngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi

31.1.2022

Breyting á deiliskipulagi Arnarness

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Arnarness  í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr. og 1. mgr 43. gr sömu laga.

Samgöngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi, tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness

Tillagan gerir ráð fyrir að stígur meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Arnarneslæk, um væntanleg
undirgöng undir Arnarneshæð og að sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs verði skilgreindur
sem samgöngustígur með aðgreindri umferð hjólreiða og gangandi vegfarenda. Breidd samgöngustígs getur verið allt að 2x3 metrar með lýsingu.

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl 17:00 í Sveinatungu, Garðatorgi 7, Garðabæ.

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig
eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 14. mars 2022, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7,
210 Garðabæ.