Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Skipulagslýsing aðal- og deiliskipulagsbreyting Ása og Grunda

Verkefnalýsing aðal- og deiliskipulagsbreytinga

24.9.2018

Skipulagslýsing aðal- og deiliskipulagsbreytinga
Skipulagslýsing aðal- og deiliskipulagsbreytinga Ása og Grunda, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Viðfangsefni skipulagsbreytinganna á aðalskipulagi og deiliskipulagi verður að skipuleggja stofnanalóð fyrir Alþjóðaskólann við Ægisgrund auk lítillar stækkunar á íbúðarsvæði Grunda. Þetta verður gert með því að minnka lítillega landnotkunarreit meðfram læknum í Ask Gb. 2016-2030, merktur 2.09 Op og skilgreina þann landnotkunarreit (2.19 S) undir samfélagsþjónustu. Aðrar breytingar varða stækkun á íbúðarbyggð innan landnotkunarreits 2.10 Íb í Ask Gb. 2016-2030. 

Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 25. september 2018 til og með 9. október 2018. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar www.gardabaer.is . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar. 

Frestur til að skila inn ábendingum rennur út þriðjudaginn 9. október 2018. 

Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.