Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - rammahluti Vífilsstaðaland. Íbúðarbyggð í Hnoðraholti.

27.7.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, rammahluti Vífilsstaðaland, íbúðabyggð Hnoðraholti í samræmi við 31. gr. skipulagslaga, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarkshæð bygginga á landnotkunarreitum íbúðarbyggðar í Hnoðraholti hækki úr 4 hæðum í 5 hæðir á reit Íb 4.11 Hnoðraholt vestur (Þorraholt) og úr 3 hæðum í 4 hæðir á reit Íb 4.12. Hnoðraholt norður.

Einnig eru uppfærðar töflur sem sýna áætlað byggingarmagn íbúðarbyggðar sem rammahluti Vífilsstaðalands nær til.