Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, vestan Vetrarbrautar (Þorraholt)
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, vestan Vetrarbrautar – Þorraholt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu deiliskipulags Hnoðraholts - norður sem nær til íbúðarbyggðar við Þorraholt.
Helstu breytingar:
- Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða hækki úr 220 í 236.
- Byggingarreitir neðanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 5, 7, 9, 11, 13, 15 og 19
- Byggingarreitir ofanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 7, 13, 19
- Hæðir húsa á lóðum Þorraholt 7, 13 og 19 breytast
- Hámarkshæð húsa á lóðum Þorraholt 7 og 13 geta orðið 5 hæðir sbr. tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem auglýst er samhliða.
- Byggingarmagn eykst á lóðum Þorraholt 1, 7, 13 og 19 (sbr. Skilmálatafla eftir breytingar)
- Fallið er frá kröfu um bílastæði í bílageymslu fyrir 2
herbergja íbúðir og minni.
Tillagan er aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 11. september 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.