Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Urriðaholt. Austurhluti 2.
Skipulags- og matslýsing.
Skipulags- og matslýsing
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum samþykkt skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir 2. áfanga austurhluta Urriðaholts.
Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skipuleggja svæðið fyrir 180-200 íbúðir, gert er ráð fyrir að skógræktarsvæðið í suðausturhlíð Urriðaholts haldi sér. Í vestari hluta svæðisins verður gert ráð fyrir atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti. Miðað verður við um 23-25.000 fermetra atvinnuhúsnæði.
Lýsingin er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri frá 22. janúar 2019.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar fyrir 12. febrúar 2019 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.