Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Víðiholt og hesthúsahverfi

9.11.2021

Tillaga að deiliskipulagsáætlunum á Álftanesi

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt og deiliskipulagi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Víðiholt íbúðabyggð – Tillaga að deiliskipulagi. 

Hesthúsahverfi í Breiðumýri – Tillaga að deiliskipulagi. 

  • Tillagan nær til núverandi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta. 
  • Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð. 
  • Tillaga að deiliskipulagsuppdrætti
  • Tillaga að greinargerð

ATH. Kynningarfundi hefur verið frestað fram yfir áramót vegna stöðunnar í samfélaginu og samkomutakmarkana. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega. Athugasemdarfrestur er framlengdur. og verður 2 vikur fram yfir kynningarfund. 

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.