Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Vinastræti 22-28 - Urriðaholt norðurhluti - Deiliskipulagsbreyting

12.12.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vinastrætis 22-28 - Urriðaholt norðurhluti í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

  • Lóðunum við Vinastræti 20-26 og Vinastræti 28 er skipt upp í þrjár lóðir. Vinastræti 20-24, lóð fyrir atvinnustarfsemi, Vinastræti 26, bílastæðalóð og Vinastræti 28, lóð fyrir menningarstarfsemi. Lóð við Vinastræti 28 minnkar.
  • Heimilað heildarbyggingarmagn er óbreytt en byggingarmagn ofanjarðar eykst lítillega og byggingarreitur og skilmálar breytast til samræmis við verðlaunatillögu í samkeppni um nýtt regluheimili Oddfellow.
  • Lóð við Vinastræti 20-26 minnkar og fær nýtt lóðanúmer Vinastræti 20-24.
  • Hluti byggingarreita á lóð eru felldir niður og byggingarreitur við lóðarmörk til suðausturs breytist lítillega.
  • Afmörkuð er ný bílastæðalóð við Vinastræti 26. Bílastæði á bílastæðalóð eru samnýtt af lóðunum við Vinastræti 20-24 og Vinastræti 28. Bílastæðakrafa á lóðum breytist og verður 1 stæði fyrir hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði innan lóðar.

  • Vinastræti 22-28 - Deiliskipulagsbreyting
  • Vinastæri 22-28 - Skýringaruppdráttur

Tillagan er einnig aðgengilegar á vef skipulagsgáttar Skipulagsstofnunar.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 24. janúar 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.