Öryggismyndavélar
Reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla tryggja að rafræn vöktun sé notuð í öryggisskyni með skýrum skilyrðum um varðveislu og aðgang að upptökum
Alls er Garðabær með um 350 öryggismyndavélar í notkun innan- og utandyra.
Skýrar reglur gilda um hvað má gera við upptökur úr þessum vélum. Reglurnar byggja á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglum nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun.
Reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla tryggja að rafræn vöktun sé notuð í öryggisskyni með skýrum skilyrðum um varðveislu og aðgang að upptökum. Reglurnar gilda ekki um kerfi sem sett eru upp í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínuna utan stofnana Garðabæjar.
Hér má sjá reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
Athugasemdir eða ábendingar skulu berast til persónuverndarfulltrúa Garðabæjar: personuvernd@gardabaer.is eða í síma 525-8570.